Blikkás ehf.
FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMIBLIKKSMIÐJA
BYGGINGAVÖRUR
LOFTRÆSTING
VÉLAR OG TÆKI
VINSÆL VARA
Blikkás ehf.
er gamalt og rótgróið fyrirtæki, stofnað 1984 sem hefur vaxið og dafnað allar götur síðan. Árið 2003 urðu þáttaskil í rekstrinum þegar blikksmiðjan Funi var keypt og aftur 2006 er fyrirtækin fluttu í glæsilegt, sameiginlegt húsnæði að Smiðjuvegi 74. Við þessa sameiningu varð til ein stæðsta blikksmiðja landinu með öflugan tækjakost. Þar er nú smiðja, lager, skrifstofur og sýningarsalur, allt á einum stað.
RAS - BEYGJUVÉLAR
Handverkið í hávegum haft.
Blikkás hefur á að skipa metnaðarfullum mannskap, þar sem stór hluti starfsmanna okkar eru faglærðir meistarar og sveinar með víðtæka starfsreynslu og hæfni. Þótt fyrirtækið sé vel tækjum búið, leggjum við mikla áherslu á handverkshefðina og sinnum öllum verkum, stórum sem smáum. Það er okkur kappsmál að þjónusta viðskiptavini okkar sem best, sama hvað hann vanhagar um.

Blikkás.
framleiðir Breiðfjörðsmótatengi sem eru alíslensk uppfinning og eru tengin notuð við mótauppslátt á steyptum veggeiningum. Mótatengin eru framleidd fyrir ýmsar veggþykktir og eru þau til sölu í öllum helstu byggingavöruverslunum auk þess sérhæfum við okkur í smíði á viðurkenndum loft- og brunalokum. Við eigum ávallt helstu framleiðsluvörur okkar á lager eða getum afgreitt þær með skömmum fyrirvara.
Öll almenn blikksmíði og meira til.
Við sinnum allri almennri blikksmíði, auk þess að sérsmíða. Við bæði smíðum og sjáum um uppsetningu á loftræsi- og lofthitakerfi ásamt því að sinna ýmsu viðhaldi því tengdu. Vaxandi þáttur í starfsemi okkar er þjónusta við stofnanir og fasteignafélög.
Opnunartími
Funi verslun.
Mánudaga til fimmtudaga:
08:00 til 17:00
Föstudaga:
08:00 til 16:00
Blikkás blikksmiðja
Mánudaga til fimmtudaga
07:30 til 17:00
Föstudaga
07:30 - 16:00
Lokað í hádeginu á milli 12:00 og 12:30
Hafðu Samband
Símanúmer
515-8700
Tölvupóstur
Funi.
funi@funi.is
Blikkás
blikkas@blikkas.is
Heimilisfang
Smiðjuvegi 74, Gul gata
200 Kópavogur