BYGGINGAVÖRUR
BYGGINGAVÖRUR FRÁ PLANNJA
Plannja framleiðir vörur sem þola hart loftslag norðursins. Stilhrein og endingargóð þök og þakrennukerfi, öflugar snjóvarnir og allt annað sem heimilið þarf til að takast á við ár eftir ár af vindi, rigningu, snjó og sól.

ÞAKRENNUR
Blikkás flytur inn þakrennukerfi frá Plannja sem er þekkt undir nafninu SIBA hér á landi. Við eigum þakrennur úr stáli á lager en bjóðum einnig upp á þakrennukerfi úr áli. Þetta eru afar vandaðar vörur sem þola vel íslenska veðráttu.
ÞAKEFNI
Blikkás flytur inn Plannja Trend læstar klæðningar bæði fyrir þök og veggi. Efnið er sérpantað á hvert hús og framleitt í þeim lengdum sem óskað er eftir. Afar vönduð vara þar sem skrúfur og festingar sjást hvergi.
Mótatengi
Blikkás hefur framleitt Breiðfjörðsmótatengin frá árinu 1996 með góðum árangri. Við eigum ávallt á lager helstu stærðir mótatengja ásamt fylgihlutum sem eru ráðandi í veggjaþykktum hér á landi sem og getum framleitt eftir sérpöntunum ef á þarf að halda. Sölueining er einn kassi með 200 tengjum.
Breiðfjörðsmótatengi fást einnig í öllum helstu byggingavöruverslunum landsins.